Varnarmaðurinn reynslumikli Damir Muminovic hefur samið við Lengjudeildarlið Grindavíkur. Félagið tilkynnti þetta nú síðdegis en markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson var kynntur við sama tilefni.
Damir er 35 ára miðvörður sem tvisvar hefur orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki. Kópavogsfélagið tilkynnti það nýlega að ekki yrði gerður nýr samningur við hann.
Damir er 35 ára miðvörður sem tvisvar hefur orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki. Kópavogsfélagið tilkynnti það nýlega að ekki yrði gerður nýr samningur við hann.
Hjörvar Daði kemur frá ÍBV en hann var aðalmarkvörður liðsins þegar það vann Lengjudeildina í fyrra en var svo varamarkvörður hjá liðinu á liðnu tímabili.
Báðir skrifuðu undir tveggja ára samning.
„Grindavík bindir miklar vonir við þessa tvo öflugu leikmenn og hlökkum til að sjá þá í Grindavíkurtreyjunni næsta sumar," segir í tilkynningu Grindavíkur.
Grindavík var í fallhættu í Lengjudeildinni í sumar en náði á endanum að halda sæti sínu. Ray Anthony Jónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins eftir að tímabilinu lauk.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, er í Grindavík og það koma viðtöl inn á síðuna á eftir.
Athugasemdir




