Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, ræddi við fjölmiðla eftir tapið gegn Strasbourg í Sambandsdeildinni í gær. Þá talaði hann um að liðið þyrfti fleiri leikmenn sem mæta til leiks til að skora.
Á fréttamannafundi í dag kom hann aftur inn á þetta. Hann nefndi að Ismaila Sarr sé á leið á Afríkumótið eftir nokkrar vikur og mun missa úr hluta af tímabilinu með Palace vegna þess. Þýski stjórinn kallar eftir því að fá inn sóknarmann í hópinn.
Á fréttamannafundi í dag kom hann aftur inn á þetta. Hann nefndi að Ismaila Sarr sé á leið á Afríkumótið eftir nokkrar vikur og mun missa úr hluta af tímabilinu með Palace vegna þess. Þýski stjórinn kallar eftir því að fá inn sóknarmann í hópinn.
„Ég held að við þurfum að fá inn sóknarmann í janúar. Ismaila mun fara frá okkur. Hann er eini leikmaðurinn sem tekur hlaupin inn fyrir varnirnar. Við þurfum annan svona leikmann því leikmennirnir á bekknum eru öðruvísi týpur og við þurfum leikmenn sem teygja á vörninni."
„Ég vona að við græjum þetta. Mér finnst það vera lykilatriði svo við getum verið samkeppnishæfir. Þarf ég bara smá hjálp með einum eða tveimur nýjum leikmönnum? Já."
Sarr hefur skorað þrjú mörk á tímablinu og er á leið á Afríkumótið með Senegal. Palace er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar og á heimaleik gegn Manchester United á sunnudag.
Athugasemdir


