Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
   fös 28. nóvember 2025 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Grindavík
Miðvörðurinn öflugi Damir Muminovic er kominn aftur til Íslands þar sem hann hefur samið við Grindavík í Lengjudeildinni.

Damir er 35 ára gamall og snýr aftur til landsins eftir eitt ár í malasísku deildinni með DPMM frá Brúneí.

Þar áður var hann mikilvægur hlekkur í sterku liði Breiðabliks í tíu ár, eftir að hafa alist upp hjá HK.

   28.11.2025 16:57
Damir og Hjörvar í Grindavík (Staðfest)


„Ég er virkilega ánægður með ákvörðunina sem ég tók, bæði fyrir sjálfan mig og fyrir klúbbinn," sagði Damir í viðtali við Fótbolta.net eftir undirskriftina. Hann gat valið á milli nokkurra félaga og segir að það hafi verið auðvelt að velja Grindavík.

„Klúbburinn seldi mér hugmyndina af verkefninu hérna sem hentar mér mjög vel og er virkilega spennandi."

Grindavík æfir í Reykjavík þessa dagana en markmiðið er að æfa og spila í Grindavík.

Damir verður í leiðtogahlutverki hjá ungu liði Grindvíkinga en hann er samningsbundinn Breiðabliki út árið og mun skipta um félag eftir áramót.

„Maður er alltaf með sín persónulegu markmið en klúbburinn er með það markmið að koma sér aftur á rétta braut og fá fólkið hérna í bænum með sér í lið. Ég deili þessu markmiði með klúbbnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner