Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 12:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri krækir í mjög stóran prófíl (Staðfest)
Lengjudeildin
Á að baki 16 leiki fyrir Senegal.
Á að baki 16 leiki fyrir Senegal.
Mynd: EPA
Marki fagnað gegn AC Milan með Olympiakos.
Marki fagnað gegn AC Milan með Olympiakos.
Mynd: EPA
Vestri hefur samið við Senegalann Pape Abou Cisse, frá þessu greinir félagið í dag.

Pape er þrítugur að aldri, 1,97 cm á hæð, örvfættur og spilar sem hafsent. Hann býr yfir gríðarlegum styrk og hraða. Hann á 16 landsleiki fyrir Senegal og vann með þeim Afríkukeppnina árið 2022.

Pape býr yfir mikilli reynslu úr sterkum deildum í Evrópu, hann lék meðal annars með Ajaccio og St. Étienne í Frakklandi.

Hann lék einnig í sex ár fyrir Olympiakos í Grikklandi. Pape á að baki 13 leiki í Meistaradeild Evrópu og 28 leiki í Evrópudeildinni. Pape skoraði meðal annars á Emirates vellinum með Olympiakos þegar þeir slógu út Arsenal í Evrópudeildinni árið 2020 og var eftirsóttur meðal stærstu liða Evrópu á þeim tíma.

Pape Cisse lék síðast fyrir Al-Shamal í Stars league í Katar. Hann er væntalegur til landsins í janúar og Vestri býður hann hjartanlega velkominn í félagið.

„Við viljum þakka okkar manni Sergine Fall og Henri Camara (fyrrum úrvalsdeildarleikmaður), umboðsmanni Cisse, fyrir samvinnuna í þessum félagaskiptum. Meðfylgjandi er myndband af læknisskoðun Pape í Barcelona þar sem hann hitti okkar allra besta mann, Ferran Corominas (sjúkraþjálfari Vestra), sem tók stöðuna á Pape fyrir undirskrift," segir í tilkynningu Vestra.



Athugasemdir
banner
banner