Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KA 
Valdimar Logi gerir þriggja ára samning við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tilkynnti í dag að Valdimar Logi Sævarsson væri búinn að skrifa undir samning við KA sem gildir út tímabilið 2028.

„Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem á sannarlega framtíðina fyrir sér," segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Valdimar Logi er fæddur árið 2006, er 19 ára gamall miðjumaður sem kom við sögu í sjö deildarleikjum í sumar og á alls að baki 22 deildarleiki, sjö bikarleiki og tvo Evrópuleiki með KA. Hann á að baki fjóra leiki með U17 ára landsliði Íslands.

Hann varð Íslandsmeistari með KA í 2. flokki 2024 og stóð sig vel í evrópukeppni unglingaliða í vetur.

„Það er afar jákvætt að Valdi sé búinn að skrifa undir nýjan samning og ekki spurning að það verður spennandi að fylgjast áfram með framgöngu hans í gula og bláa búningnum og sjá hans hlutverk í liðinu stækka enn frekar."
Athugasemdir
banner
banner
banner