Síleski þjálfarinn Manuel Pellegrini er búinn að framlengja samning sinn við Real Betis um eitt ár. Hann gildir núna til sumarsins 2027, eða í eitt og hálft ár.
Pellegrini er 72 ára gamall og hefur gert flotta hluti á rúmlega fimm árum við stjórnvölinn hjá Betis.
Hann hefur enn mikinn metnað fyrir leiknum þrátt fyrir að vera kominn vel inn á eftirlaunaaldur.
Pellegrini á glæsilegan þjálfaraferil að baki þar sem hann stýrði meðal annars stórveldum Real Madrid og Manchester City.
Betis er þessa stundina í fimmta sæti spænsku deildarinnar með 21 stig eftir 13 umferðir.
???? OFICIAL | @Ing_Pellegrini extiende su contrato con el #RealBetis ????
— Real Betis Balompié ???????? (@RealBetis) November 28, 2025
¡Enhorabuena, míster! ????
Athugasemdir



