Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 16:18
Elvar Geir Magnússon
„Fengum enga útskýringu“
Mynd: EPA
Everton áfrýjaði rauða spjaldinu umtalaða sem Idrissa Gueye fékk fyrir að slá samherja, varnarmanninn Michael Keane, í 1-0 sigrinum gegn Manchester United á mánudaginn.

Jordan Pickford markvörður mætti til að stía þeim í sundur áður en dómarinn Tony Harrington lyfti upp rauða spjaldinu. Þetta gerðist á 13. mínútu en þá var saan markalaus.

Þar sem um ofbeldisfulla hegðun var að ræða fékk Gueye þriggja leikja bann og missir af úrvalsdeildarleikjum gegn Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest.

„Við áfrýjuðum rauða spjaldinu en áfrýjuninni var hafna. Við höfum ekki fengið útskýringu á því af hverju henni var hafnað en við allavega áfrýjuðum samstundis," segir David Moyes, stjóri Everton.

Gueye hefur byrjað alla úrvalsdeildarleiki Everton á þessu tímabili og mun vera með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni.

„Við erum frekar þunnskipaðir á miðsvæðinu," segir Moyes en þýski miðjumaðurinn Merlin Röhl spilar ekki meira fyrr en í janúar eftir að hafa farið í aðgerð. Þá eru Seamus Coleman, Jarrad Branthwaite og Nathan Patterson allir á meislalistanum.

Everton tekur á móti Newcastle klukkan 17:30 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner