Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
banner
   fös 28. nóvember 2025 10:36
Elvar Geir Magnússon
Nýr Old Trafford á lista fyrir HM 2035
Kvenaboltinn
Mynd: Manchester United
Í umsókn Bretlands um að halda HM kvenna 2035 er nýr Old Trafford leikvangur nefndur sem einn af keppnisvöllunum.

Þetta er áhugavert í ljósi þess að ekki hefur verið formlega staðfest að leikvangurinn verði byggður og öll tilskilin leyfi hafa ekki fengist.

22 leikvangar eru nefndir í umsókninni en þegar á hólminn verður komið verða 15-16 notaðir á mótinu. Fyrirhugaður nýr leikvangur Birmingham City er meðal þeirra sem eru á blaði.

Manchester United vonast til að ná samkomulagi um kaup á landsvæði í kringum Old Trafford til að hægt verði að byggja nýjan leikvang.

Áform Manchester United snúast um að byggja nýjan 100 þúsund manna leikvang. Enskir fjölmiðlar tala um verkefnið sem 'Wembley norðursins' en Old Trafford þarfnast viðamikilla endurbóta.
Athugasemdir
banner
banner
banner