Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
banner
   fös 28. nóvember 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Pope bekkjaður?
Aaron Ramsdale kom til Newcastle frá Southampton í sumar.
Aaron Ramsdale kom til Newcastle frá Southampton í sumar.
Mynd: Newcastle United
Mögulegt er að markvörðurinn Nick Pope verði settur á varamannabekkinn hjá Newcastle sem mætir Everton á morgun. Pope hefur fengið gagnrýni eftir nokkur slæm mistök.

Margir stuðningsmenn kalla eftir því að Aaron Ramsdale, sem kom í sumar, verði settur í markið.

„Ég velti alltaf öllum möguleikum fyrir mér. Ég þarf að hugsa vel og ítarlega um hvern ég vel. Ég fylgist með leikmönnum æfa á hverjum degi og tek ákvarðanir," segir Eddie Howe.

„Maður vill hafa stöðugleika í markvarðarstöðunni, það er ekki staða sem maður vill mikið vera að breyta. Nick er algjör fagmaður og frábær markvörður. Hann hefur átt margar frábærar vörslur fyrir okkur á þessu tímabili."

„Ég virði álit stuðningsmanna en þegar á hólminn er komið þá fæ ég borgað fyrir að taka ákvarðanirnar. Það erfiðasta í starfinu er að velja á milli manna, í hverri viku er ég að valda leikmönnum sem mér þykir vænt um vonbrigðum. Ég reyni að taka réttar og sanngjarnar ákvarðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner