Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. mars 2024 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta ánægður með hvernig Ramsdale brást við
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nauman sigur gegn Brentford í dag, þar sem Kai Havertz skoraði sigurmarkið á lokakafla leiksins.

Mikel Arteta svaraði spurningum fréttamanna að leikslokum en næsti leikur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er ekki fyrr en 31. mars. Þá spila lærisveinar hans við ríkjandi Englandsmeistara Manchester City.

„Þetta var erfiður leikur gegn mjög erfiðum andstæðingum og strákarnir þurftu að leggja mikið á sig til að sigra," sagði Arteta og var svo spurður út í hrikaleg mistök sem Aaron Ramsdale markvörður gerði til að gefa Brentford jöfnunarmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

   09.03.2024 20:53
Sjáðu hrikaleg mistök Ramsdale: Gaf Brentford jöfnunarmarkið


„Mistök eru eðlilegur partur af fótbolta og það sem skiptir máli er hvernig leikmenn bregðast við mistökum. Ég er mjög ánægður fyrir hönd Aaron, hann átti frábæran leik eftir þessi mistök og hjálpaði okkur að vinna leikinn. Öll stig eru dýrmæt þegar maður er í titilbaráttu við lið eins og Manchester City og Liverpool.

„Strákarnir svöruðu vel fyrir sig eftir jöfnunarmarkið og sýndu mikinn þroska í seinni hálfleiknum. Stuðningsmennirnir voru mjög mikilvægir í dag, það er magnað hvernig stuðningurinn frá þeim eykur kraftinn í leikmönnum. Það var hrein unun að vera á vellinum í dag með þessa stuðningsmenn á bakvið okkur."


Arteta deildi að lokum áformum sínum fyrir morgundaginn, sem er ofursunnudagur í ensku úrvalsdeildinni. Þar mætast Liverpool og Manchester City í toppslag.

„Við fáum loksins hvíld á morgun. Þetta verður frábær sunnudagur til að slaka á og horfa á stórkostlegan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner