Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 13:16
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Búdapest
Albert þarf að taka félagsliðaformið sitt inn í landsliðið
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur verið funheitur með Genoa.
Hann hefur verið funheitur með Genoa.
Mynd: Getty Images
Það eru miklar vonir og væntingar til Alberts Guðmundssonar fyrir komandi landsleik Íslands gegn Ísrael. Liðin mætast í umspilsleik í Búdapest á fimmtudag.

Albert er sá leikmaður í íslenska hópnum sem hefur verið á mesta fluginu með sínu félagsliði.

Hann hefur verið orðaður við stórlið vegna frábærrar frammistöðu með Genoa í ítölsku A-deildinni þar sem hann hefur skorað tíu mörk og átt þrjár stoðsendingar í 27 leikjum. Genoa er í tólfta sæti.

„Hann er búinn að vera funheitur á Ítalíu," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net

„Nú er heldur betur kominn tími á að hann taki félagsliðsformið sitt inn í landsliðið," segir Tómas.

„Við höfum aldrei þurft jafnmikið á því að halda og akkúrat núna, hann komi fljúgandi inn í þetta verkefni," segir Elvar.

„Age hefur talað um það hafi verið erfitt að sjá Albert í þessum ham með Genoa þegar hann mátti ekki velja hann. Hann er svo sannarlega með allt sitt traust á Alberti."
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner