Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   mán 18. mars 2024 09:59
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Ísland hefur æfingar í Búdapest í dag - Mikilvægasti leikur strákanna okkar síðan 2020
Icelandair
Búdapest er falleg, sérstaklega á þessum árstíma.
Búdapest er falleg, sérstaklega á þessum árstíma.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hið tignarlega og glæsilega þinghús í Búdapest.
Hið tignarlega og glæsilega þinghús í Búdapest.
Mynd: Getty Images
Szusza Ferenc Stadion.
Szusza Ferenc Stadion.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudaginn er komið að leik Íslands og Ísraels í umspilinu fyrir EM í Þýskalandi. Um er að ræða mikilvægasta landsleik Íslands síðan 2020 þegar við mættum Ungverjalandi í úrslitaleik umspilsins fyrir EM alls staðar.

Dominik Szoboszlai gerði þá út um EM drauma okkar. En rifjum það ekki frekar upp.

Leikurinn á fimmtudag fer einmitt fram í sömu borg og leikurinn 2019, Búdapest, en á öðrum velli, Szusza Ferenc Stadion heimavelli Újpest. Ástæðuna fyrir því að ekki er spilað í Ísrael þarf ekki að útskýra en KSÍ harðneitaði að spila í landinu.

Íslenski hópurinn kemur allur saman í dag en fréttamenn Fótbolta.net komu til Búdapest um helgina og verða viðstaddir æfingu seinni partinn. Það má búast við viðtölum við leikmenn á síðuna í kvöld.

Borgin skartar sínu fegursta enda farið að vora og var mikil stemning meðal borgarbúa og ferðamanna í gær á degi heilags Patreks.

Hér má sjá hvernig dagskráin er hjá strákunum okkar næstu daga:

Mánudagurinn 18. mars
Allur hópurinn verður kominn saman til æfinga í Búdapest þar sem leikurinn verður spilaður. Vegna stríðsins er spilað á hlutlausum velli en Ísrael hefði átt heimaleikjarétt.

Miðvikudagurinn 20. mars
Ísland æfir á keppnisvellinum, Szusza Ferenc Stadion sem er heimavöllur Újpest.

LEIKDAGUR - Fimmtudagurinn 21. mars
19:45 Ísrael - Ísland.

EF ÍSLAND TAPAR GEGN ÍSRAEL: EM draumurinn verður þá að engu og liðið mun leika vináttulandsleik gegn tapliðinu í viðureign Bosníu og Úkraínu.

EF ÍSLAND VINNUR ÍSRAEL: Tryggir liðið sér sæti í hreinum úrslitaleik gegn sigurliðinu í viðureign Bosníu og Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi. Þá verður áframhaldandi dagskrá svona:

Sunnudagurinn 24. mars
Ferðadagur. Ísland mun æfa áfram í Búdapest á föstudeginum og laugardeginum en ferðast svo yfir á keppnisstað á sunnudeginum. Ef leikið verður gegn Úkraínu verður spilað í Wroclaw í Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu) en gegn Bosníu í Sarajevo.

Mánudagurinn 25. mars
Ísland æfir á keppnisvellinum.

LEIKDAGUR - Þriðjudagurinn 26. mars
19:45 Hreinn úrslitaleikur um sæti á EM.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner