Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kannski var eftir á að hyggja bara fínt að taka hann ekki"
Gakpo hér með Virgil van Dijk.
Gakpo hér með Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Cody Gakpo hefur verið harðlega gagnrýndur eftir innkomu sína í bikarleik Liverpool og Manchester United síðasta sunnudag.

Gakpo kom inn á sem varamaður seint í venjulegum leiktíma fyrir Mohamed Salah. Hann átti ekki flotta frammistöðu og fór illa með eina frábæra stöðu til að ganga frá leiknum.

„Það sem sneri þessu að miklu leyti var þessi Gakpo skipting," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, þegar rætt var um þennan stórleik í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Liverpool stuðningsmenn út í heimi eru ekki að segja fallega hluti um hann eftir þennan leik. Þetta var ekki gott. Salah er tekinn út af fyrir Gakpo. Til hvers að vera svona hávaxinn þegar þú virðist ekki geta barist um boltann, hvorki í loftinu né niðri á jörðu. Hann var alveg týndur þarna."

Gakpo var keyptur til Liverpool frá PSV Eindhoven í janúar 2023. Hann hefur skorað 20 mörk fyrir Liverpool síðan þá en hefur ekki náð að vinna stuðningsmenn félagsins á sitt band. Áður en hann gekk í raðir Liverpool var hann sterklega orðaður við Man Utd.

„Maður bölvaði því alveg. 'Þurfið þið annan gaur? Þið eruð með Jota, Diaz, Salah... þið þurfið hann ekki'. Kannski var eftir á að hyggja bara fínt að taka hann ekki," sagði Jóhann sem er stuðningsmaður Man Utd en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner