Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Geggjuð endurkoma í Búdapest
Icelandair
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið er 2-1 yfir gegn Ísrael þegar búið er að flauta til hálfleiks í Búdapest, en liðin eru að eigast við í undanúrslitum í umspili um sæti á Evrópumótið.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega þar sem bæði lið voru að þreifa fyrir sér. Ísraelska liðið ógnaði með fyrirgjöfum sínum en Ísland náði ekki að skapa sér mikið í byrjun leiks.

Orri Steinn Óskarsson fékk algert dauðafæri til að koma Íslandi yfir á 28. mínútu. Arnór Sigurðsson dansaði með boltann fyrir utan teig áður en hann lét vaða á markið. Omri Glazer varði skot hans út á Orra sem skrikaði fótur og setti boltann framhjá.

Stuttu síðar fengu Ísraelar vítaspyrnu er Daníel Leó Grétarsson braut af sér í teignum. Réttur dómur og var það Eran Zahavi sem setti spyrnuna alveg út við stöng. Öruggt víti.

Íslenska liðið svaraði átta mínútum síðar er Hákon Arnar Haraldsson fiskaði aukaspyrnu á hættulegum stað. Albert Guðmundsson skoraði úr henni með glæsilegu skoti efst upp í hægra hornið.

Annað mark Íslands kom þremur mínútum síðar. Guðlaugur Victor Pálsson nældi þá í hornspyrnu. Albert kom boltanum á kollinn á Sverri Inga Ingasyni, sem framlengdi hann aftur fyrir sig á Arnór Ingva Traustason. Sá teygði sig í skotið, sem fór síðan af varnarmanni og í netið.

Frábær endurkoma og Ísland aðeins 45 mínútum frá því að komast í úrslit umspilsins.

Ísrael 1 - 2 Ísland
1-0 Eran Zahavi ('31 , víti)
1-1 Albert Guðmundsson ('39 )
1-2 Arnór Ingvi Traustason ('42 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner