Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 26. mars 2024 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Icelandair
Skorar Albert í kvöld?
Skorar Albert í kvöld?
Mynd: Getty Images
Matviyenko er með bandið.
Matviyenko er með bandið.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net ræddi við blaðamanninn Daniil Aharkov sem vinnur fyrir úkraínska miðilinn Sport.ua fyrir leikinn í kvöld. Hann er af mörgum talinn einn efnilegasti íþróttafréttamaður Úkraínu.

Sergiy Rebrov, þjálfari Úkraínu, ákvað að gera þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Bosníu á fimmtuag. Artem Dovbyk og fyrirliðinn Oleksandr Zinchenko eru tveir af þeim sem taka sér sæti á bekknum.

„Það kemur aðeins á óvart með ZInchenko. En Mailinovskyi er mjög gott val hjá Rebrov. Varðandi Dovbyk finnst mér að hann og Tsygankov eigi að spila saman því þeir spila saman hjá Girona, en Yeremchuk er mjög góður, eins konar jóker. Hann vann síðasta leik fyrir okkur. Það kemur mér á óvart að Matviyenko sé fyrirliði, það er furðulegt," segir Daniil.

Hann var spurður hvort það væri leikmaður í íslenska liðinu sem hann hefði áhyggjur af.

„Guðmundsson, auðvitað Guðmundsson," segir X og á þar við Albert Guðmundsson, „Hann er góður leikmaður, spilar með Genoa og spilar þar með Malinovskyi sem þekkir hann mjög vel. Hann skoraði þrennu gegn Ísrael og ég held hann sé ykkar besti maður í dag."

Hann ræddi aðeins um stöðuna heima fyrir.
„Ég held að stuðningsmennirnir sem eru hér geti notið þess að vera hér og einbeitt okkur að fótboltanum næstu klukkutímana. Við getum stutt liðið okkar. Líka þeir sem verja landið okkar gegn Rússum, þeir munu horfa."

„Ég held að Guðmundsson muni skora, en ég held að Úkraína muni vinna, 3-1," sagði Daniil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner