Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   mið 24. apríl 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Þróttararnir drullugóðir og ógeðslega erfitt að spila við þá. Þetta var bara mjög erfiður leikur.“ sagði Ómari Ingi, þjálfari HK, eftir mjög sætan 2-1 sigur á Þrótti í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

George Nunn, leikmaður HK, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins í dag en þessi leikur hlýtur að gefa honum byr undir báða vægi fyrir komandi leiki í Bestu delidinni?

Það hlýtur að vera. Hann er búinn að komast vel inn í hlutina, finnst okkur, alveg sama hvað aðrir finnast um hann. Honum vantaði þetta. Að komast á blað og skora. Vonandi ýtir þetta undir sumarið hjá honum.“

Beitir Ólafsson var að skrifa undir hjá HK í dag en Ómar Ingi fullyrti það að Beitir sé alltaf í toppstandi. 

Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi.

Ómar Ingi á afmæli í dag en í upphafi leiks var honum færður glaðningur frá Þrótturum.

Vel gert hjá vinum mínum í Þrótti. Ég fékk þennan fína Þróttaratrefil, sem ég held að pabbi sé ánægðari með en ég, hann er mikill Þróttari. Ætli hann fái ekki trefilinn og ég fæ að halda bjórnum sem var í kassanum.“

Faðir Ómars er Þróttari mikill en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins.

Það er geggjað að fá að spila við Þrótt fyrst við erum ekki með þeim í deild því allar mínar fyrstu fótboltaminningar eru af Þrótti, reyndar af öðrum stað í bænum. Pabbi er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins. Ég ætla að leyfa mér að segja sá besti í sögunni. Ég ólst upp að horfa á hann spila fyrir Þrótt þannig það er bara geggjað að fá að mæta þeim.

Ómar Ingi fer ekki tómhentur heim úr Laugardalnum líkt og hann nefndi fyrr í viðtalinu.

Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur. Ég á eftir að komast að því hvort þær séu prósentur eða núll. Ef ég þekki Nonna og Venna rétt þá var þetta ekki núll.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner