29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 24. apríl 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Þróttararnir drullugóðir og ógeðslega erfitt að spila við þá. Þetta var bara mjög erfiður leikur.“ sagði Ómari Ingi, þjálfari HK, eftir mjög sætan 2-1 sigur á Þrótti í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

George Nunn, leikmaður HK, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins í dag en þessi leikur hlýtur að gefa honum byr undir báða vægi fyrir komandi leiki í Bestu delidinni?

Það hlýtur að vera. Hann er búinn að komast vel inn í hlutina, finnst okkur, alveg sama hvað aðrir finnast um hann. Honum vantaði þetta. Að komast á blað og skora. Vonandi ýtir þetta undir sumarið hjá honum.“

Beitir Ólafsson var að skrifa undir hjá HK í dag en Ómar Ingi fullyrti það að Beitir sé alltaf í toppstandi. 

Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi.

Ómar Ingi á afmæli í dag en í upphafi leiks var honum færður glaðningur frá Þrótturum.

Vel gert hjá vinum mínum í Þrótti. Ég fékk þennan fína Þróttaratrefil, sem ég held að pabbi sé ánægðari með en ég, hann er mikill Þróttari. Ætli hann fái ekki trefilinn og ég fæ að halda bjórnum sem var í kassanum.“

Faðir Ómars er Þróttari mikill en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins.

Það er geggjað að fá að spila við Þrótt fyrst við erum ekki með þeim í deild því allar mínar fyrstu fótboltaminningar eru af Þrótti, reyndar af öðrum stað í bænum. Pabbi er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins. Ég ætla að leyfa mér að segja sá besti í sögunni. Ég ólst upp að horfa á hann spila fyrir Þrótt þannig það er bara geggjað að fá að mæta þeim.

Ómar Ingi fer ekki tómhentur heim úr Laugardalnum líkt og hann nefndi fyrr í viðtalinu.

Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur. Ég á eftir að komast að því hvort þær séu prósentur eða núll. Ef ég þekki Nonna og Venna rétt þá var þetta ekki núll.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner