Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 24. apríl 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Þróttararnir drullugóðir og ógeðslega erfitt að spila við þá. Þetta var bara mjög erfiður leikur.“ sagði Ómari Ingi, þjálfari HK, eftir mjög sætan 2-1 sigur á Þrótti í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

George Nunn, leikmaður HK, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins í dag en þessi leikur hlýtur að gefa honum byr undir báða vægi fyrir komandi leiki í Bestu delidinni?

Það hlýtur að vera. Hann er búinn að komast vel inn í hlutina, finnst okkur, alveg sama hvað aðrir finnast um hann. Honum vantaði þetta. Að komast á blað og skora. Vonandi ýtir þetta undir sumarið hjá honum.“

Beitir Ólafsson var að skrifa undir hjá HK í dag en Ómar Ingi fullyrti það að Beitir sé alltaf í toppstandi. 

Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi.

Ómar Ingi á afmæli í dag en í upphafi leiks var honum færður glaðningur frá Þrótturum.

Vel gert hjá vinum mínum í Þrótti. Ég fékk þennan fína Þróttaratrefil, sem ég held að pabbi sé ánægðari með en ég, hann er mikill Þróttari. Ætli hann fái ekki trefilinn og ég fæ að halda bjórnum sem var í kassanum.“

Faðir Ómars er Þróttari mikill en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins.

Það er geggjað að fá að spila við Þrótt fyrst við erum ekki með þeim í deild því allar mínar fyrstu fótboltaminningar eru af Þrótti, reyndar af öðrum stað í bænum. Pabbi er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins. Ég ætla að leyfa mér að segja sá besti í sögunni. Ég ólst upp að horfa á hann spila fyrir Þrótt þannig það er bara geggjað að fá að mæta þeim.

Ómar Ingi fer ekki tómhentur heim úr Laugardalnum líkt og hann nefndi fyrr í viðtalinu.

Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur. Ég á eftir að komast að því hvort þær séu prósentur eða núll. Ef ég þekki Nonna og Venna rétt þá var þetta ekki núll.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir