Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   mið 24. apríl 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Þróttararnir drullugóðir og ógeðslega erfitt að spila við þá. Þetta var bara mjög erfiður leikur.“ sagði Ómari Ingi, þjálfari HK, eftir mjög sætan 2-1 sigur á Þrótti í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

George Nunn, leikmaður HK, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins í dag en þessi leikur hlýtur að gefa honum byr undir báða vægi fyrir komandi leiki í Bestu delidinni?

Það hlýtur að vera. Hann er búinn að komast vel inn í hlutina, finnst okkur, alveg sama hvað aðrir finnast um hann. Honum vantaði þetta. Að komast á blað og skora. Vonandi ýtir þetta undir sumarið hjá honum.“

Beitir Ólafsson var að skrifa undir hjá HK í dag en Ómar Ingi fullyrti það að Beitir sé alltaf í toppstandi. 

Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi.

Ómar Ingi á afmæli í dag en í upphafi leiks var honum færður glaðningur frá Þrótturum.

Vel gert hjá vinum mínum í Þrótti. Ég fékk þennan fína Þróttaratrefil, sem ég held að pabbi sé ánægðari með en ég, hann er mikill Þróttari. Ætli hann fái ekki trefilinn og ég fæ að halda bjórnum sem var í kassanum.“

Faðir Ómars er Þróttari mikill en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins.

Það er geggjað að fá að spila við Þrótt fyrst við erum ekki með þeim í deild því allar mínar fyrstu fótboltaminningar eru af Þrótti, reyndar af öðrum stað í bænum. Pabbi er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins. Ég ætla að leyfa mér að segja sá besti í sögunni. Ég ólst upp að horfa á hann spila fyrir Þrótt þannig það er bara geggjað að fá að mæta þeim.

Ómar Ingi fer ekki tómhentur heim úr Laugardalnum líkt og hann nefndi fyrr í viðtalinu.

Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur. Ég á eftir að komast að því hvort þær séu prósentur eða núll. Ef ég þekki Nonna og Venna rétt þá var þetta ekki núll.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner