Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 24. apríl 2024 22:53
Sölvi Haraldsson
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst Þróttararnir drullugóðir og ógeðslega erfitt að spila við þá. Þetta var bara mjög erfiður leikur.“ sagði Ómari Ingi, þjálfari HK, eftir mjög sætan 2-1 sigur á Þrótti í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

George Nunn, leikmaður HK, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins í dag en þessi leikur hlýtur að gefa honum byr undir báða vægi fyrir komandi leiki í Bestu delidinni?

Það hlýtur að vera. Hann er búinn að komast vel inn í hlutina, finnst okkur, alveg sama hvað aðrir finnast um hann. Honum vantaði þetta. Að komast á blað og skora. Vonandi ýtir þetta undir sumarið hjá honum.“

Beitir Ólafsson var að skrifa undir hjá HK í dag en Ómar Ingi fullyrti það að Beitir sé alltaf í toppstandi. 

Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi.

Ómar Ingi á afmæli í dag en í upphafi leiks var honum færður glaðningur frá Þrótturum.

Vel gert hjá vinum mínum í Þrótti. Ég fékk þennan fína Þróttaratrefil, sem ég held að pabbi sé ánægðari með en ég, hann er mikill Þróttari. Ætli hann fái ekki trefilinn og ég fæ að halda bjórnum sem var í kassanum.“

Faðir Ómars er Þróttari mikill en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins.

Það er geggjað að fá að spila við Þrótt fyrst við erum ekki með þeim í deild því allar mínar fyrstu fótboltaminningar eru af Þrótti, reyndar af öðrum stað í bænum. Pabbi er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins. Ég ætla að leyfa mér að segja sá besti í sögunni. Ég ólst upp að horfa á hann spila fyrir Þrótt þannig það er bara geggjað að fá að mæta þeim.

Ómar Ingi fer ekki tómhentur heim úr Laugardalnum líkt og hann nefndi fyrr í viðtalinu.

Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur. Ég á eftir að komast að því hvort þær séu prósentur eða núll. Ef ég þekki Nonna og Venna rétt þá var þetta ekki núll.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner