Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 28. nóvember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alisson líklega með gegn West Ham - Wirtz byrjar að æfa á morgun
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, kom með góðar fréttir fyrir leik liðsins gegn West Ham um helgina, þegar hann ræddi við fréttamenn í gær.

Alisson Becker, sem var ekki með gegn PSV í vikunni, er byrjaður að æfa aftur og gæti náð leiknum gegn West Ham og þá eru meiðsli Hugo Ekitike ekki sögð alvarleg.

Florian Wirtz hefur misst af síðustu tveimur leikjum, en hann er búinn að ná sér af meiðslum og gæti æft með liðinu á morgun.

„Ali æfði aftur með liðinu í gær, þannig við vonum og búumst við því að hann verði klár um helgina. Florian klárar endurhæfinguna í dag þannig ef allt gengur að óskum mun hann geta æft með liðinu á morgun

„Þeir telja þetta ekki vera stórt vandamál (hjá Ekitike), en leikirnir koma hratt þannig sjáum til með helgina. Þetta á samt ekki að vera neitt stórt vandamál,“
sagði Slot.

Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum, en Arne Slot hefur lítinn tíma til að bjarga starfi sínu og verður það lífsnauðsynlegt fyrir hann að ná í sigur gegn West Ham í Lundúnum.
Athugasemdir
banner
banner