Það ber helst að nefna að Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, og lið hans í Duke er komið í 16 liða úrslit í NCAA D1 úrslitakeppninni eftir 1-0 sigur á Fairleigh Dickinson og sterkan 1-2 sigur á útivelli gegn Princeton.
Úlfur var allt í öllu og skoraði eina mark liðsins gegn Fairleigh. Hann lagði upp fyrra markið gegn Princeton og tryggði Duke áfram er hann skoraði sigurmarkið gegn FDU úr víti sem hann sótti sjálfur.
Þengill Orrason, leikmaður Fram, og liðsfélagar hans í Hofstra er á frábæru skriði og eru sömuleiðis komnir alla leið í 16 liða úrslit í sömu keppni.
Þeir byrjuðu á að vinna 0-2 sigur á Syracuse og unnu svo ríkjandi meistara í Vermont, 2-3 með sigurmarki í framlengingu. Þengill spilaði báða leikina í hjarta varnar Hofstra og lagði upp eitt af mörkum liðsins í sigrinum gegn Vermont.
Ívar Björgvinsson, leikmaður Víkings R., og félagar í Rollins unnu sterkan sigur á West Florida og eru komnir í 16-liða úrslit í NCAA D2 úrslitakeppninni þar sem þeir mæta Flagler.
Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður FH, og stöllur í LSU unnu sterkan 2-1 sigur á Iowa í 2. umferð NCAA D1 úrslitakeppnirnar, þar sem Ída var á skotskónum.
Hún skoraði fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu, öryggið uppmálað á punktinum. Tímabilinu hjá Ídu og og liðsfélögum hennar lauk svo með 1-0 tapi gegn Vanderbilt í 3. umferðinni og þar með lauk glæstum ferli Ídu í háskólaboltanum. Hún spilaði samtals 85 leiki fyrir LSU, skoraði 29 mörk og átti 11 stoðsendingar.
Íslendingaliðið í Life U unnu góðan 2-0 sigur á Tennessee Wesleyan í fyrstu umferð NAIA úrslitakeppninar. Marey Edda Helgadóttir, leikmaður ÍA, lagði upp eitt marka liðsins. Lilja Björg Ólafsdóttir, leikmaður Keflavík, spilaði einnig allan leikinn fyrir Life.



