Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 12:04
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Stjarnan gæti opnað veskið fyrir Aron en sér KR ekki gera það
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tilkynnti í síðustu viku að félagið hefði losað Aron Jóhannsson undan starfsskyldum sínum og hann mætti finna sér nýtt félag. Samningur hans er þó enn í gildi út næsta tímabil.

„Ég held að hann sé launahæsti leikmaðurinn í deildinni," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolt.net þar sem þessi tíðindi voru rædd.

„Það er nokkuð síðan maður heyrði að Valur vildi losa hann í burtu. Samband Vals og Arons hefur ekki verið dans á rósum og það hefur verið ólga bak við tjöldin. Sjálfur hefur hann ekki staðið undir væntingum og verið talsvert meiddur," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það verður fróðlegt að sjá með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili? Hvað sérðu hann gera næst, sérðu KR taka hann?"

„Nei, Stjörnuna," svarar Tómas Þór. „Ég held að launakostnaður KR miðað við gæði liðsins sé aðeins yfir þolmörkum. Miðað við það sem maður heyrir. Ég held að hann vilji aðallega fara í eitthvað lið og skora þrennu á Hlíðarenda á næsta tímabili. Það kveiki neistann. Svona miðað við Stjarnan gerir stundum bara eitthvað, og er með Evrópupening, ég sé fyrir mér Jökul vilja reyna að kveikja í honum aftur. Ég segi Stjarnan en þetta er algjört gisk."

Breiðablik reyndi að fá Aron snemma á síðasta ári en Tómas telur að Kópavogsfélagið muni ekki reyna aftur.

„Breiðablik er búið að reyna og ég sé hann ekki mæta þangað 35 ára, ég held að það sé gegn stefnunni sem er verið að reyna að setja þar," segir Tómas og nefnir Akureyrarliðið KA einnig sem möguleika, þó hann telji Stjörnuna líklegri.
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Athugasemdir
banner
banner