Viðtal Fótbolta.net við Halldór Árnason, fyrrum þjálfara Breiðabliks, vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar talaði hann meðal annars um ónafngreindan aðila innan félagsins sem honum hafi þótt vinna gegn sér.
Halldór var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki í haust, ári eftir að hann gerði liðið að Íslandsmeistara.
„Þetta kom á óvart, en leikmenn höfðu að vísu komið til mín nokkrum vikum áður og sagt mér frá því að það væri aðili í kringum félagið sem væri búinn að vera í sambandi við leikmennina, væri að reyna búa til óróa í klefanum, reyna komast að því hvort leikmenn væru búnir að missa trúna á þjálfarateyminu," sagði Halldór í viðtalinu.
Vangaveltur hafa verið um hvaða einstaklingur þetta sé sem Halldór er að tala um.
Halldór var látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki í haust, ári eftir að hann gerði liðið að Íslandsmeistara.
„Þetta kom á óvart, en leikmenn höfðu að vísu komið til mín nokkrum vikum áður og sagt mér frá því að það væri aðili í kringum félagið sem væri búinn að vera í sambandi við leikmennina, væri að reyna búa til óróa í klefanum, reyna komast að því hvort leikmenn væru búnir að missa trúna á þjálfarateyminu," sagði Halldór í viðtalinu.
Vangaveltur hafa verið um hvaða einstaklingur þetta sé sem Halldór er að tala um.
Allt bendi til þess að hann sé að tala um Alfreð Finnbogason
„Þetta hlýtur að vera Alfreð Finnbogason sem hann er að tala um. Mér finnst allt benda til þess," segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. - Alfreð hefur í eitt ár starfað sem tæknilegur ráðgjafi fyrir Breiðablik.
Halldór var spurður nánar út í ummælin í viðtali við 433.is en þar segist hann ekki hafa áttað sig á því að þessi orð hans yrðu blásin upp.
„Það var alls ekki tilgangurinn að fara að finna einhverja blóraböggla. Það var fínt að setja upp smá samkvæmisleik fyrir ykkur. Það var ekki tilgangurinn. Þetta er mjög langt viðtal og það fer fram og til baka. Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út. Ég í alvörunni áttaði mig ekki á að þetta yrði það sem menn tækju út úr þessu,“ sagði Halldór við 433.
Tómas Þór Þórðarson furðar sig á þessum ummælum Halldórs.
„Skrifaði hann (Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net) ekki bara upp það sem hann sagði? Ég veit ekki hvað hann er að tala um. Ég vona að hann sé ekki að kenna fjölmiðlum um þetta," segir Tómas í þættinum.
Athugasemdir




