Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jasmín riftir við Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir hefur rfit samningi sínum við Val. Hún var með samning út næsta tímabil en er nú lausa allra mála eftir að hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningnum.

Hún er 27 ára sóknarsinnaður leikmaður sem kom við sögu í nítján leikjum í deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hún kom í Val fyrir tímabilið 2024 og varð bikarmeistari með liðinu fyrir rúmu ári síðan, skoraði annað markið í 2-1 sigri gegn Breiðabliki í úrslitaleiknum. Hún skoraði tólf mörk í deild og bikar tímabilið 2024.

Hún á að baki 172 leiki í efstu deild og hefur skorað 41 mark. Hún er uppalinn hjá Fjölni og Fylki og hefur leikið með Fylki, FH, Stjörnunni og Val í meistaraflokki. Hún var haustið 2022 kölluð inn í A-landsliðið í fyrsta sinn en kom ekki við sögu í því verkefni.

Tilkynning Vals
Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals, hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og er því ekki lengur leikmaður félagsins.

Við þökkum Jasmín kærlega fyrir hennar framlag, metnað og fagmennsku á meðan hún var hluti af Val, þar á meðal mikilvægan þátt hennar í bikarmeistaratitlinum 2024. Við sendum Jasmín jafnframt okkar bestu óskir um velfarnað í framtíðinni, bæði innan vallar sem utan.

Þegar horft er til komandi mánaða og næsta keppnistímabils er stefna okkar skýr: að byggja upp hóp leikmanna sem eru stoltir af því að spila fyrir Val og endurspegla þau gildi og gæðakröfur sem félagið stendur fyrir.

Við erum að setja saman lið sem er skipað öflugum, reyndum og spennandi leikmönnum sem eru tilbúnir í slaginn og staðráðnir í að þróa sig og félagið áfram.

Áfram Valur!
Athugasemdir
banner
banner