Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
O'Neill stýrir einum leik í viðbót
Martin O'Neill.
Martin O'Neill.
Mynd: EPA
Bráðabirgðastjórinn Martin O'Neill stýrir skoska liðinu Celtic í síðasta sinn á miðvikudaginn, í deildarleik gegn Dundee.

Wilfried Nancy tekur svo við Celtic og stýrir liðinu gegn Hearts á sunnudaginn.

Celtic hefur unnið sex af sjö leikjum síðan O'Neill tók við til bráðabirgða eftir að Brendan Rodgers sagði óvænt upp.

Ef Celtic vinnur Dundee og Hearts vinnur Kilmarnock á miðvikudaginn gæti Nancy komið Celtic á topp deildarinnar með sigri í fyrsta leik sínum með stjórnartaumana.

Nancy er 48 ára Frakki og hefur á síðustu árum orðið MLS-meistari og unnið deildarbikarinn með Columbus Crew. Þá var hann kjörinn stjóri ársins í bandarísku deildinni.

Celtic sér líkindi með Wilfried Nancy og Ange Postecoglou, fyrrum stjóra félagsins en hann er í miklum metum hjá Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner