Ragnar Óii Ragnarsson hefur framlengt samning sinn við Þór. Hann er uppalinn hjá félaginu, hefur verið allan sinn feril hjá félaginu og var fastamaður í liðinu sem vann Lengjudeildina í sumar.
Hann er núna samningsbundinn út tímabilið 2028. Hann verður með Þór í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Ragnar Óli er 22 ára varnarmaður sem skoraði eitt mark í 21 deildarleik í sumar. Hann var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var spurður út í Ragnar í viðtali fyrr í vetur.
Hann er núna samningsbundinn út tímabilið 2028. Hann verður með Þór í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Ragnar Óli er 22 ára varnarmaður sem skoraði eitt mark í 21 deildarleik í sumar. Hann var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var spurður út í Ragnar í viðtali fyrr í vetur.
„Hann fékk svolítið lyklana að þessu í fyrra (2024), að vera hafsent, fékk að gera mikið af mistökum og eiga ekki góða leiki. Heilt yfir var hann fínn 2024, gott skref, var búinn að spila svolítið hægri bakvörð áður. Við þurftum mann með honum, með reynslu til að hjálpa honum."
„Ég sagði við hann síðasta vetur að hann fengi ekki jafnmarga sénsa og tímabilið á undan, hann yrði að stíga upp og hann gerði það svo sannarlega, fékk gríðarlega hjálp frá Yann Emmanuel Affi. Ég held hann hafi gert ótrúlega fá mistök í sumar, frábært tímabil hjá honum. Hann er ótrúlegur íþróttamaður, með geggjað hugarfar. Hann lærði mikið af tímabilinu 2024 og mætti svo sannarlega til leiks í sumar," sagði Siggi.
Athugasemdir





