Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Columbus Crew að taka við Celtic
Mynd: Columbus Crew
Skotlandsmeistarar Celtic eru að ráða Wilfried Nancy, stjóra bandaríska MLS-félagsins Columbus Crew. Sky Sports greinir frá því að viðræður séu langt á veg komnar.

Nancy er 48 ára Frakki og hefur á síðustu árum orðið MLS-meistari og unnið deildarbikarinn. Þá var hann kjörinn stjóri ársins í bandarísku deildinni.

Það er búist við því að bráðabirgðastjórinn Martin O'Neill verði áfram með stjórnartaumana í Evrópudeildarleiknum gegn Feyenoord á fimmtudag og í leiknum gegn Hibernian í Edinborg á sunnudag.

Celtic sér líkindi með Wilfried Nancy og Ange Postecoglou, fyrrum stjóra félagsins en hann er í miklum metum hjá Celtic.
Athugasemdir
banner