Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. desember 2015 15:05
Magnús Már Einarsson
Iain Williamson í Víking R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski miðjumaðurinn Iain Williamson hefur gert eins árs samning við Víking Reykjavík.

Iain hefur verið í leit að nýju félagi á Íslandi eftir að Valsmenn ákváðu að framlengja ekki samninginn við hann.

Iain æfði með Fjölni á dögunum og spilaði með liðinu í Bose mótinu en hann hefur nú samið við Víking.

Hann er annar leikmaðurinn sem Víkingur fær í vetur en markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson kom til félagsins frá FH á dögunum.

Hinn 27 ára gamli Iain hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár eftir að hafa spilað með Grindvíkingum sumarið 2012.

Samtals skoraði Iain þrjú mörk í 52 deildar og bikarleikjum á tíma sínum hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner