Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 27. nóvember 2016 23:30
Kristófer Kristjánsson
Ginola: Ég var klínískt dáinn í átta mínútur
David Ginola var um tíma hjá Tottenham
David Ginola var um tíma hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Hinn franski David Ginola, fyrrum leikmaður Tottenham og Aston Villa á Englandi, hneig niður með hjartaáfall í góðgerðarleik í sumar og hefur nú sagt frá hvernig hann var nálægt því að deyja.

Ginola hefur sagt frá því að hann var klínískt dáinn í átta mínútur eftir fyrrnefnt hjartaáfall en þetta átti sér stað í maí á þessu ári.

Alvarleiki málsins var slíkur að bráðaliðar á svæðinu þurfti að lífga Ginola við með stuðtæki en Frakkinn hafði gleypt eigin tungu.

„Leikmennirnir héldu að ég væri að grínast," sagði Ginola um atvikið ótrúlega,

„Ég gleypti tunguna og vinir mínir börðust við að ná henni úr hálsinum á mér. Einhver sagði síðan 'gleymið tungunni, hann er dáinn, þið þurfið að einbeita ykkur að því að hnoða hann.'

„Hjartað mitt stoppaði í um átta mínútur. Það var enginn púls, ég var dáinn. Síðan komu bráðaliðarnir með stuðtæki," sagði Ginola sem þakkar vini sínum og liðsfélaga fyrir að bjarga lífi sínu.

„Vinur minn, knattspyrnumaðurinn Frederic Mendy, sá um hjartahnoðið og það er honum sem ég á lífið að þakka."
Athugasemdir
banner
banner
banner