Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. ágúst 2018 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Emery: Mikilvægt fyrir okkur að halda Ramsey
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir fá Englandsmeistara Manchester City í heimsókn, í liði Arsenal er Walesverjinn Aaron Ramsey sem var orðaður við brottför frá félaginu í sumar.

Ramsey á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal, Unai Emery knattspyrnustjóri Arsenal gaf það út í viðtali á dögunum að hann vilji halda Ramsey hjá félaginu og vonast til þess að Walesverjinn skrifi undir nýjan samning.

„Það er ekki mín vinna að græja nýjan samning fyrir hann en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hann verði áfram.“

„Reynsla hans hjá Arsenal og í úrvalsdeildinni er okkur mjög mikilvæg, en samningsmál er eitthvað sem félagið þarf að græja,“ sagði Emery.

Flautað verður til leiks í viðureign Arsenal og Manchester City klukkan 15:00 en þessi viðureign er lokaleikur 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner