Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. ágúst 2018 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar frá næstu vikurnar
Aron Einar er að glíma við hnémeiðsli.
Aron Einar er að glíma við hnémeiðsli.
Mynd: Getty Images

Aron Einar hefur átt erfitt með meiðsli síðustu árin og meiddist til að mynda á hné og ökkla í leik með Cardiff um einum og hálfum mánuði fyrir HM. Aron tókst að gera sig kláran og spilaði alla leiki Íslands á HM í Rússlandi.

Aron er að glíma við hnémeiðsli og missti af síðasta leik Cardiff á undirbúningstímabilinu ásamt því að missa af leiknum í dag.

„Gunnars verður líklegra frá í nokkrar vikur. Við erum að byggja hann upp svo hann komi ekki til baka og meiðist strax aftur. Við þurfum ekki að flýta honum til baka þar sem Harry Arter er kominn til félagsins," sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff, eftir tapið gegn Bournemouth í dag.

Aron kemur því til með að missa af næsta leik gegn Newcastle og jafnvel leiknum gegn Huddersfield (25. ágúst) líka. Kannski er leikurinn gegn Arsenal í byrjun september raunhæfur möguleiki.
Athugasemdir
banner