Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 21:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalski bikarinn: Benevento og Genoa áfram í næstu umferð
Krzysztof Piatek leikmaður Geona skoraði fernu.
Krzysztof Piatek leikmaður Geona skoraði fernu.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítalska bikarnum í dag, í fyrri leik dagsins mættust Udinese og Benevento en í þeim síðari áttust við Genoa og Lecce.

Udinese var komið með 1-0 forystu strax á 6. mínútu en þá skoraði Darwin Machis. Næsta mark kom á 69. mínútu og þá jafnaði Nicolas Viola metin fyrir gestina, staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Þar reyndist Andres Tello hetjan en hann skoraði sigurmark Benevento á 104. mínútu.

Genoa átti ekki í neinum vandræðum með Lecce en þar skoraði Krzysztof Piatek fjögur mörk, öll í fyrri hálfeik og lokatölur þar 4-0 sigur Genoa.

Niðurstaðan er því sú að Benevento og Genoa eru komin í næstu umferð ítalska bikarsins.

Udinese 1-2 Benevento
1-0 Darwin Machis ('6)
1-1 Nicolas Viola ('69)
1-2 Andres Tello ('104)

Genoa 4-0 Lecce
1-0 Krzysztof Piatek ('2)
2-0 Krzysztof Piatek ('9)
3-0 Krzysztof Piatek ('18)
4-0 Krzysztof Piatek ('38)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner