Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. ágúst 2018 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Marco Silva: Rauða spjaldið sem Jagielka fékk var strangur dómur
Marco Silva á hliðarlínunni í gær.
Marco Silva á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Getty Images
Marco Silva stýrði Everton í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni í gær en þá mættu þeir Wolves í leik þar sem fjögur mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft, niðurstaðan 2-2 jafntefli.

„Það sem ég sá á vellinum var mikill baráttuandi í okkar liði, þrátt fyrir að við vorum manni færri þá vorum við betri aðilinn, við vorum bara betri eftir því sem leið á leikinn."

Phil Jagielka varnarmaður Everton var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir tæklingu á Diogo Jota, Marco Silva fannst rauða spjaldið vera strangur dómur.

„Rauða spjaldið sem Phil Jagielka fékk var strangur dómur," sagði Marco Silva en Everton mætir næst Southampton á heimavelli laugardaginn 18. ágúst.



Athugasemdir
banner