Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. október 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Vidal sektaður fyrir að brjóta vodkaflösku á höfði manns
Vidal á erfitt með að hemja sig undir áhrifum áfengis.
Vidal á erfitt með að hemja sig undir áhrifum áfengis.
Mynd: Getty Images
Vidal er óánægður með fáar mínútur hjá Barcelona.
Vidal er óánægður með fáar mínútur hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal, leikmaður Síle og Barcelona, hefur fengið sekt upp á 109 milljónir íslenskra króna fyrir slagsmál á bar sem áttu sér stað á Októberfest á síðasta ári.

Vidal var þá leikmaður Bayern München en þýskur dómstóll dæmdi hann til að greiða sektina.

Deilur sköpuðust á barnum og Vidal braut vodkaflösku á höfði fórnarlambsins.

Slagsmálin áttu sér stað eftir 4-0 sigurleik Bayern gegn Mainz en þau náðust á öryggismyndavélar.

Sandrino, yngri bróðir Vidal, var einnig fundinn sekur um að hafa tekið þátt og þarf að borga 2,5 milljónir íslenskra króna.

Jorge Sampaoli, fyrrum þjálfari Vidal hjá Síle, hefur sagt að leikmaðurinn eigi við áfengisvandamál að stríða og geti ekki haft sjórn á sér undir áhrifum áfengis.

Geymdur á bekknum
Vidal var ónotaður varamaður í síðasta leik Barcelona en Ernesto Valverde notar hann í algjört aukahlutverk. Þrátt fyrir að Vidal hafi aðeins verið leikmaður Barcelona í nokkra mánuði er strax talað um að hann sé ósáttur.

„Hvernig get ég verið ánægður ef ég er ekki að spila? Ég hef alltaf barist fyrir mín lið, hef spilað í bestu liðum heims og hef unnið allt. Ég vil halda áfram að vinna með Barcelona," segir Vidal.

„Ég er í góðu standi. Ég hef verið pirraður í síðustu leikjum en þannig er það bara. Ég held áfram að leggja mig fram og það eru margir mikilvægir leikir framundan."
Athugasemdir
banner
banner
banner