Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. nóvember 2018 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Schmeichel stoltur af syni sínum - „Ekki margir eins og hann"
Feðgar á ferð.
Feðgar á ferð.
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel var einn af fyrstu mönnum á slysstað þegar þyrla Vichai Srivaddhanaprabha, eiganda Leicester hrapaði fyrir utan King Power völlinn í lok október mánaðar.

Vichai Srivaddhanaprabha og fjórir aðrir létust í slysinu.

„Ég er stoltur af syni mínum. Fyrsta sem hann hugsaði var að hann þyrfti að hjálpa," segir Peter Schmeichel um viðbrögð sonar síns.

„Hann hljóp að brennandi þyrluflaki. Þú vilt ekki að börnin þín séu í þeim sporum."

Peter segir að sonur sinn sé ennþá að takast á við afleiðingarnar en segir jafnframt að hann sé búin að standa sig frábærlega í ferlinu og vera félaginu til mikils sóma.

„Kasper ber mikla virðingu fyrir öðrum og er hugulsamur, og indæll maður. Þú finnur ekki marga með þessa eiginleika í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner