Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. nóvember 2018 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fellaini telur United ekki vera langt frá City
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að Manchester City sé 12 stigum á undan Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, þá telur Marouane Fellaini, miðjumaður United, að það sé ekki mikill munur á liðunum.

City vann 3-1 sigur gegn United fyrir landsleikjahlé. Sigurinn var býsna sannfærandi.

Sky Sports spurði Fellaini að því hvort úrslitin hafi sýnt fram að það sé mikið bil á milli liðanna. „Ég held ekki. Þegar ég kom fyrst til Englands voru fjögur stórlið, nú eru þau sex. Með hverju ári verður þetta alltaf erfiðara."

„Manchester City er sterkt lið en þeir munu tapa. Þeir eru mjög góðir og hafa mjög góða leikmenn en það er mögulegt að vinna þá. Við töpuðum en við eigum eftir að mæta þeim á Old Trafford. Við sjáum til hvernig það fer."

United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildinni en City er eins og áður segir á toppnum, 12 stigum á undan.
Athugasemdir
banner