Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. nóvember 2018 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robertson gekk næstum því í raðir Stoke
Mynd: Getty Images
Þegar Hull féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra þá fór vinstri bakvörðurinn Andy Robertson í það að finna sér nýtt félag.

Skoski landsliðsfyrirliðinn gekk að lokum í raðir Liverpool fyrir 8 milljónir punda og er hann í dag einn af lykilmönnum Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Robertson hefur verið frábær með Liverpool en hann var nálægt því að enda í Stoke áður en hann skrifaði undir hjá Liverpool.

„Stoke hafði áhuga á mér," segir Robertson í viðtali við Open Goal á Youtube.

„Mark Hughes (þáverandi stjóri Stoke) var aðdáandi minn. Ég hugsaði með mér að Stoke væri góður möguleiki, þeir höfðu endað í topp 10 tímabilið áður og voru að spila góðan fótbolta undir stjórn Mark Hughes."

Robertson gekk þó að lokum í raðir Liverpool og hefur hann eins og áður hefur komið fram reynst mikill happafengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner