Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. janúar 2019 11:56
Elvar Geir Magnússon
Drullaði yfir nýjasta leikmanninn - Rusl frammistaða
Craig Levein, stjóri Hearts.
Craig Levein, stjóri Hearts.
Mynd: Getty Images
David Vanecek, nýjasti leikmaður Hearts, fékk vægast sagt vonda dóma frá stjóra sínum eftir 2-1 tap gegn Dundee í skosku deildinni.

Tékkneski framherjinn, sem skoraði sjö mörk í sextán leikjum fyrir FK Teplice áður en hann kom, var tekinn af velli eftir 34 mínútna leik.

„Ég gæti verið smá pirraður yfir því að hann kom ekki í betra formi til okkar. Það var eins og hann væri ekki þátttakandi. Hann þarf að leggja á sig ansi mikla vinnu til að komast í standið sem hann þarf að vera í," sagði Craig Levein, stjóri Hearts.

Hann sparaði ekki stóru orðin og sagði að frammistaða Vanecek hafi verið „rusl".

„Hann er kominn úr fríi og hann virðist hafa tekið þetta frí of bókstaflega. Ég var að vona að hann hefði aðeins meiri orku en þetta en svo er augljóslega ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner