Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. febrúar 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Wenger nýtur þess að ferðast um heiminn
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segist njóta þess að ferðast um heiminn og skoða staði sem að hann hefur ekki komið á áður.

Frakkinn yfirgaf Arsenal eftir síðasta tímabil en hann hafði þá stýrt liðinu í 22 ár.

„Ég nýt þess að ferðast um heiminn eins og ég hef verið að gera síðustu mánuði. Ég er að njóta þess að vera pressulaus og ég get gert það sem mig langar til," segir Wenger.

„Auðvitað sakna ég þess að vera í fótbolta en ég held að ég hafi gott af þessu fríi."

Wenger segir að framtíðin sé óákveðin.

„Það verður að koma í ljós hvað gerist en ég veit ekkert meira en þið. Ég er búinn að neita einhverjum klúbbum en hvort að mitt næsta starf verði sem stjóri eða einhver ráðgjafi jafnvel verður tíminn að leiða í ljós."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner