Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. febrúar 2019 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Króatískur markvörður í Víking Ó. (Staðfest)
Víkingur er að fá liðsstyrk
Víkingur er að fá liðsstyrk
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Víkingur Ólafsvík hefur styrkt sig fyrir komandi átök en félagið hefur fengið til sín króatíska markvörðinn Franko Lalic.

Lalic er 28 ára gamall og mun spila með Ólafsvíkingum út tímabilið en hann hefur síðustu ár leikið í Litháen og í Bosníu.

Hann verður löglegur með Víkingum gegn ÍBV í Lengjubikarnum en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum.

Francisco Marmolejo Mancilla varði mark Víkings á síðasta tímabili en hann er farinn frá félaginu.

Víkingur hefur misst marga öfluga leikmenn eftir síðasta tímabili en Kwame Quee fór til Breiðabliks og þá fór Gonzalo Zamorano í ÍA. Sasha Litwin Romero, Guyon Phillips, Jesus Alvarez Marin og Nacho Heros eru þá allir farnir.

Félagið fékk til sín tvo nýja leikmenn síðasta föstudag; Grétar Snæ Gunnarsson og Harley Willard.

Víkingur endaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner