Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. maí 2020 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ince tjáði sig um Sancho: Solskjær óskrifað blað
Paul Ince.
Paul Ince.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho er sterklega orðaður við Manchester United.
Jadon Sancho er sterklega orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Þegar Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United í desember 2018 byrjaði hann á því að vinna sex leiki í röð. Þá sagði Paul Ince, fyrrum leikmaður United: „það þýðir ekki að Ole sé rétti maðurinn fyrir starfið. Ég hefði getað komið inn og náð sama árangri, líka Steve Bruce."

Ince, sem lék einnig fyrir Liverpool á leikmannaferli sínum, hefur núna tjáð sig um Jadon Sancho, ungan leikmann Borussia Dortmund, sem er sterklega orðaður við Manchester United.

Sancho, sem er tvítugur, hefur verið frábær fyrir Dortmund en hann er með 15 mörk og 16 stoðsendingar á þessu tímabili. Sancho var hjá Manchester City en yfirgaf félagið 17 ára í leit að meiri spiltíma.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Sancho yfirgefi Dortmund aftur í næsta félagaskiptaglugga og fari til Englands á um 100 milljónir punda. Hann hefur hvað mest verið orðaður við Manchester United.

Ince segir í samtali við Paddy Power að Sancho verði að íhuga það hvort að Solskjær sé rétti þjálfarinn fyrir sig.

„Félagaskipti snúast ekki bara um liðið, þau snúast líka um knattspyrnustjórann. Stundum, sem leikmaður, þarftu að líta á knattspyrnustjórann og þjálfarateymið og hugsa þig um hvort að það geti hjálpað þér að bæta þig sem leikmaður. Það er ákvörðun sem Sancho þarf að taka."

„Hann (Solskjær) er að reyna að þróa ungt lið og það mun hjálpa til við að sannfæra Sancho, en hvað Solskjær sjálfan varðar og að þróa áfram leikmann eins og Sancho, þá er hann algjörlega óskrifað blað."

„Við höfum ekki séð neinar sannanir um að hann geti hjálpað leikmanni að komast á næsta stig."

Stuðningsmenn Manchester United myndu þó örugglega færa rök fyrir því að Marcus Rashford hefur til að mynda bætt sig mikið á þessu tímabili frá því síðasta.

Sjá einnig:
Gerir lítið úr árangri Solskjær - „Þvæla" að mati Carragher
Athugasemdir
banner