Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kitson sækist eftir forsetastól PFA - Ian Wright ósáttur
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Íslandsvinurinn Dave Kitson, sem lék meðal annars fyrir Reading á sama tíma og Brynjar Björn Gunnarsson, sækist eftir forsetastól leikmannasamtaka Englands, PFA.

Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, vill ekki sjá Kitson taka forsetasætið og sakar hann um að vera með rasískar skoðanir. Sínu máli til stuðnings birti Wright myndband af Kitson úr útvarpsþætti talkSPORT fyrir einu og hálfu ári síðan.

Á þeim tíma var kynþáttaníð í garð Raheem Sterling til umræðu og virtist Kitson skella skuldinni á leikmanninn.

„Ég samþykki ekki kynþáttaníð sama hver birtingarmynd þess er, kynþáttaníð er ógeðslegt," sagði Kitson í útvarpsþættinum, en hélt svo áfram. „En ég trúi því að leikmenn geri sig að skotmörkum. Af hverju snýst þetta um Raheem Sterling? Það eru aðrir svartir leikmenn á vellinum í hverri viku.

„Knattspyrnumönnum ber skylda að fara varlega á samfélagsmiðlum, á ímyndinni sem þeir gefa frá sér. Öfund er hræðilegur partur af mannkyninu.

„Ég fór í gegnum Instagram reikninginn hjá Raheem Sterling og tók eftir því að búið er að eyða út mikið af myndum sem hann birti í upphafi. Það var allt 'sjáðu þennan bíl', 'sjáðu þetta hús', 'sjáðu þetta baðherbergi', 'sjáðu þetta og sjáðu hitt'. 'Sjáðu mig'.

„Þetta fer í taugarnar á fólki og það er alls engin afsökun fyrir kynþáttaníði - en þegar þú hagar þér svona þá ertu að sá fræjum í huga þeirra sem eru ekki kynþáttahatarar og þeim mun ekki líka vel við þig sem einstakling.

„Ef þú ferð á Instagram reikning Raheem Sterling í dag er þetta allt öðruvísi. 'Hérna er mark sem ég skoraði', 'hérna er ég á barnaspítala'. Einhver hefur stöðvað hann og útskýrt hvað á að birta á samfélagsmiðlum og hvað ekki.

„En það er búið að sá fræinu í huga fólks."





Athugasemdir
banner
banner
banner