Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. maí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Líf kemur fyrst og svo fótbolti"
Gabriel Paulista.
Gabriel Paulista.
Mynd: Getty Images
Gabriel Paulista, varnarmaður spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia, vonast til að knattspyrnuyfirvöld taki heilsu leikmanna fram yfir peninga.

Á Spáni hefur enginn fótbolti verið spilaður frá síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en rúmlega 24,500 hafa lítið lífið í landinu vegna veirunnar.

Spánverjar eru hins vegar núna byrjaðir að slaka á útgöngubanni sínu og vonast er til þess að hægt verði að hefja fótboltaleiktíðina aftur fljótlega. Gabriel hefur áhyggjur af stöðunni og birti hann mynd af bréfi sem hann skrifaði á samfélagsmiðlum.

„Atvinnumenn í fótbolta eru í forréttindastöðu, en við erum fyrst og fremst manneskjur," skrifaði hann. „Við eigum fjölskyldur, ástvini og erum með tilfinningar. Við erum alltaf beðin um að setja fordæmi. Leyfið okkur að setja fordæmi í samfélaginu með því að sýna að við metum líf okkar og heilsu umfram allt. Fyrir mig, og ég er viss um að mikill hluti knattspyrnusamanna sé á sama máli, þá eru peningar ekki allt."

„Með því að flýta okkur til baka vegna efnahagsþrýstings er eitthvað sem við getum skilið en það er ekki eitthvað sem við eigum að setja í forgang yfir mikilvægari hluti eins og fjölskyldu og vini."

„Ég elska fótbolta, ég elska að spila, ég elska félagið mitt og við viljum alltaf gera stuðningsmennina ánægða, en fyrst og fremst þá elska ég og virði líf allra einstaklinga. Spilum aftur þegar enginn þarf að óttast. Líf á að koma fyrst og svo fótbolti," sagði þessi fyrrum varnarmaður Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner