Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna virðist Upamecano vera að skrifa undir nýjan samning
Upamecano í leik með Leipzig gegn Schalke.
Upamecano í leik með Leipzig gegn Schalke.
Mynd: Getty Images
Fyrir nokkrum dögum fullyrti þýski fjölmiðillinn Bild að Dayot Upamecano væri að ganga í raðir Bayern München. Nú segir hins vegar Sky í Þýskalandi að varnarmaðurinn sterki verði áfram í herbúðum RB Leipzig.

Sky segir að Upamecano sé búinn að samþykkja nýjan samning til 2022, sem framlengir núgilgandi samning hans um eitt ár. Gera má ráð fyrir því að nýr samningur hans verði með riftunarverði fyrir sumarið 2021.

Upamecano, sem er aðeins 21 árs, hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu og má þar til að mynda nefna Arsenal, Real Madrid, Paris Saint-Germain, Manchester City og United. Og auðvitað Bayern München. Hann kom til Leipzig árið 2017 frá Red Bull Salzburg.

Áður en hlé var gert á þýsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins var Bayern á toppi þýsku deildarinnar með fjögurra stiga forskot. Leipzig var í þriðja sæti með fimm stigum minna en stórveldið frá München.

Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar höfðu vonast til að byrja aftur 9. maí, en nú er það ljóst að það mun ekki gerast.
Athugasemdir
banner