Íslendingalið Birmingham City setti stigamet er liðið vann 2-0 sigur á Blackpool í ensku C-deildinni í gær.
Tímabil Birmingham hefur verið magnað og í raun ótrúlegt en nokkrar vikur eru síðan liðið vann deildina og tryggði sæti sitt í B-deildina.
Um leið og það hafðist var næsta markmið að slá stigametið sem tókst síðan í gær.
Birmingham er komið með 108 stig, tveimur meira en Reading náði í B-deildinni tímabilið 2005-2006 og hefur því nýtt stigamet verið sett í EFL-deildarkeppninni.
Lærisveinar Chris Davies hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu. Það hefur unnið 33 leiki, gert níu jafntefli og aðeins tapað þremur.
Willum Þór hefur spilað stórt hlutverk í liðinu á fyrsta tímabili sínu með enska félaginu og þá hefur hlutverk Alfonsar stækkað í seinni hlutanum. Þeir verða væntanlega báðir áfram hjá Birmingham á næsta tímabili.
A NEW @EFL POINTS RECORD.
— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 30, 2025
CHRIS DAVIES' BIRMINGHAM CITY. ???????? pic.twitter.com/wZTTCKdaKW
Athugasemdir