Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 10:42
Brynjar Ingi Erluson
Rodrygo hugsar sér til hreyfings - Ederson til Man Utd?
Powerade
Rodrygo er að hugsa sér til hreyfings
Rodrygo er að hugsa sér til hreyfings
Mynd: EPA
Ederson er eftirsóttur
Ederson er eftirsóttur
Mynd: EPA
Harry Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
Harry Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakki dagsins er lentur og eru margir góðar molar að þessu sinni.

Rodrygo (24), sóknarmaður Real Madrid, er að íhuga að yfirgefa félagið í sumarglugganum þar sem hann hefur færst aftar í goggunarröðinni á Bernabeu. (Radio Marca)

Manchester United og Juventus eru að berjast um að landa Ederson (25), miðjumanni Atalanta. (Tuttosport)

Enski framherjinn Harry Kane (31) hefur síðustu mánuði verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina, en hann ætlar sér að vera áfram hjá Bayern München að minnsta kosti í eitt tímabil í viðbót. (Talksport)

Emiliano Martínez (32), markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, og vængmaðurinn Leon Bailey (27) eru eftirsóttir af félögum í Sádi Arabíu (Telegraph)

Bayern München telur sig vera í góðri stöðu um að landa Florian Wirtz (21), leikmanni Bayer Leverkusen, en félagið mun reyna að selja þýska landsliðsmanninn ef hann kallar eftir sölu. (Sky Sports)

Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, er á lista hjá Bayer Leverkusen yfir mögulega arftaka Xabi Alonso, sem hefur verið orðaður við starfið hjá Real Madrid. (Sky Sports)

Harvey Elliott (22), leikmaður Liverpool, hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í liðið á þessu tímabili, en hann vill samt vera áfram og berjast fyrir sæti sínu. (Liverpool Echo)

Everton er meðal félaga sem hafa áhuga á Liam Delap (22), framherja Ipswich Town. Enskir fjölmiðlar segja hann með 30 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum. Þá er ekki útilokað að Dominic Calvert-Lewin (28) framlengi samning sinn. (The i Paper)

Kim Min-Jae (28), miðvörður Bayern München, heldur í vonina um að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir að það sé opið fyrir því að selja hann fyrir sanngjarnt verð. (Bild)

Franski framherjinn Enzo Kana-Biyik (18) er á leið til Manchester United á frjálsri sölu frá Le Havre. (MEN)

Julen Lopetegui, fyrrum stjóri Wolves og West Ham, hefur gert samning um að þjálfa katarska landsliðið til 2027. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner