Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 11:59
Brynjar Ingi Erluson
Héldu að gulu spjöldin myndu þurrkast út
Mynd: EPA
Kjetil Knutsen og hans menn eru í vandræðum fyrir leikinn gegn Tottenham
Kjetil Knutsen og hans menn eru í vandræðum fyrir leikinn gegn Tottenham
Mynd: EPA
Norska liðið Bodö-Glimt stendur frammi fyrir erfiðri áskorun er liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Bodö/Glimt náði sögulegum áfanga er liðið kastaði Lazio úr leik í 8-liða úrslitum og varð þar með fyrsta norska liðið til að komast í undanúrslit í Evrópukeppni, en það mun reynast strembið fyrir liðið að ná í úrslit gegn Tottenham í Lundúnum.

Þrír leikmenn Bodö eru í leikbanni og þá er einn meiddur fyrir fyrri leik liðanna í kvöld.

Fyrirliðinn Patrick Berg er ekki með vegna uppsafnaðra gulra spjalda og sama á við um Hakon Evjen. Andreas Helmersen, sem skoraði mikilvægt mark gegn Lazio í síðustu umferð, fékk þá að líta rauða spjaldið og verður ekki með.

Football.London segir að Bodö/Glimt hafi gert mistök þegar það kemur að gulum spjöld. Þau þurrkast út eftir 8-liða úrslitin, nema leikmaður sé að ná í sitt þriðja, fimmta eða sjöunda spjald í keppninni.

Þannig var það hjá Berg og Evjen sem fengu báðir þriðja gula spjald sitt og því farnir í sjálfvirkt bann fyrir fyrri leikinn gegn Tottenham.

Til að bæta gráu ofan á svart meiddist miðvörðurinn Odin Bjortuft í leik liðsins gegn KFUM Oslo í norsku úrvalsdeildinni um helgina og þá er Ole Blomberg tæpur.

Jonas Bergh-Johnson, íþróttafréttamaður hjá Viaplay, segir að Bodö hafi verulegar áhyggjur af stöðunni.

„Þeir hafa miklar áhyggjur af fyrri leiknum. Þeir héldu að 2-0 eða 3-1 tap væri ásættanleg úrslit inn í seinni leikinn, en nú hafa þeir áhyggjur af því að þetta gæti endað illa.“

„Patrick Berg er svo ótrúlega mikilvægur í öllu sem liðið gerir og þeir eru í raun ekki almennilegan varamann í hans stað. Fyrir nokkrum árum voru þeir með nokkra unga og efnilega leikmenn sem voru góðir og gátu spilað þarna, en Berg spilar alla leiki og því erfitt að þjálfa annan leikmann til þess að spila þetta mikilvæga hlutverk í liðinu.“

„Það er svona stærsti missirinn og síðan verður Evjen líka í banni sem þýðir að tveir af þremur miðjumönnum liðsins verða ekki með í leiknum. Ég skil ekki hvernig það er mögulegt að gera svona stór mistök því þeir héldu að þeir mættu fá gul spjöld í Róm.“

„Kollegi minn tjáði þeim þetta eftir leikinn og spurði hvernig þeim myndi vegna án Patrick og Hakon þar sem þeir væru í banni en svarið var bara: „Nei nei, það er ekki þannig. Gulu spjöldin þurrkast út eftir 8-liða úrslitin“,“
sagði Bergh-Johnsen í hlaðvarpsþættinum Echo of Glory:
Athugasemdir
banner
banner