fim 01.maí 2025 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 3. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. HK er spáð þriðja sætinu.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. HK, 204 stig
4. Þróttur R., 166 stig
5. Þór, 152 stig
6. Njarðvík, 136 stig
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig
3. HK
HK-ingar eru aftur mættir í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í Bestu deildinni. Þegar Besta deildin skiptist í fyrra voru HK-ingar í tíunda sæti með tveimur stigum meira en Vestri en það gekk ekki alveg nægilega vel eftir skiptingu og var fall niðurstaðan. Svekkjandi fyrir HK-inga að stoppa svona stutt, en svona er þetta. Það hafa orðið töluvert miklar breytingar hjá HK-ingum í vetur og verður athyglisvert að sjá hvernig þær ganga upp. Stærst er það auðvitað að Ómar Ingi Guðmundsson er ekki lengur þjálfari og Leifur Andri Leifsson er búinn að leggja skóna á hilluna. Þarna fara tveir menn með mikil HK-hjörtu og þurfa aðrir að stíga upp í staðinn.
Þjálfarinn: Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari HK eftir að Ómar Ingi ákvað að hætta. Hemma þekkja allir íslenskir fótboltaunnendur en hann var á sínum tíma einn af okkar bestu fótboltamönnum. Hann var sterkur varnarmaður sem spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni og auðvitað með íslenska landsliðinu. Hemmi hefur síðustu ár þjálfað hin ýmsu lið en hann var síðast með sitt uppeldisfélag, ÍBV, og kom hann þeim upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Þeir enduðu í efsta sæti. Hann hætti með ÍBV eftir tímabilið af fjölskylduástæðum og stökk HK á tækifærið að ráða þennan grjótharða þjálfara.
Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Létt vonbrigði í Kórnum að fara ekki beint upp
„HK-ingar eru að koma niður úr Bestu deildinni og mig grunar að það yrðu létt vonbrigði í Kórnum að fara ekki beint upp. Hemmi Hreiðars keyrir upp ákveðna geðveiki eins og honum einum er lagið og það verður erfitt að spila við HK og þá sérstaklega að mæta í Kórinn í 18°c og sól í júlí."
„HK hefur misst sterka leikmenn og karaktera en þó haldið Arnþóri Ara, Arnari Frey og fleiri lykilmönnum, það er uppbygging í gangi í Kórnum og gæti það tekið fleiri tímabil en þetta sem er að byrja."
„HK á að geta með góðu móti sett pressu á efstu sætin en allt neðar en þriðja sæti væru stór og mikil vonbrigði fyrir Bláfjallarbúa."
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.
Lykilmenn: Arnþór Ari Atlason og Ívar Örn Jónsson
Arnþór Ari er einn af mikilvægustu mönnum HK liðsins sem þarf að eiga gott sumar ef HK-ingar ætla aftur upp í Bestu deildina. Hefur reynst HK-ingum mjög drjúgur og er klárlega einn af betri leikmönnum deildarinnar. Ívar Örn hefur sömuleiðis reynst HK-liðinu mjög góður og er einn af leiðtogunum í hópnum. Ívar er skemmtilegur leikmaður og einn af betri varnarmönnum deildarinnar.
Gaman að fylgjast með: Birnir Breki Burknason
Var einn af ljósari punktum HK á síðasta tímabili. Er búin að spila sig inn í U19 ára landslið Íslands og verður áhugavert að sjá hann fá enn stærra hlutverk hjá HK í ár. Það var virkilega sterkt hjá HK að halda í hann en það var áhugi á honum frá liðum í Bestu eftir flotta frammistöðu á síðasta tímabili. Það er búist við miklu frá þessum strák í sumar og stuðningsmenn í efri byggðum Kópavogs vonast til að sjá hann springa enn frekar út.
Komnir:
Þorsteinn Aron Antonsson keyptur frá Val (var á láni)
Aron Kristófer Lárusson frá Þór
Jóhann Þór Arnarsson frá Þrótti V.
Dagur Orri Garðarsson á láni frá Stjörnunni (var á láni hjá KFG)
Rúrik Gunnarsson frá KR
Dagur Ingi Axelsson frá Fjölni
Haukur Leifur Eiríksson frá Þrótti Vogum
Eiður Atli Rúnarsson frá ÍBV (var á láni)
Ólafur Örn Ásgeirsson frá Völsungi (var á láni)
Farnir:
Leifur Andri Leifsson hættur
Atli Þór Jónasson til Víkings R.
Dagur Örn Fjeldsted í Breiðablik (var á láni)
Eiður Gauti Sæbjörnsson í KR
Birkir Valur Jónsson í FH
Atli Hrafn Andrason í KR
Christoffer Petersen til Kolding
George Nunn til Írlands
Samningslausir:
Tareq Shihab (2001)
Stefán Stefánsson (2004)
Fyrstu þrír leikir HK:
2. maí, Þór - HK (Boginn)
9. maí, HK - ÍR (Kórinn)
16. maí, Leiknir R. - HK (Domusnovavöllurinn)
1. ?
2. ?
3. HK, 204 stig
4. Þróttur R., 166 stig
5. Þór, 152 stig
6. Njarðvík, 136 stig
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig
3. HK
HK-ingar eru aftur mættir í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í Bestu deildinni. Þegar Besta deildin skiptist í fyrra voru HK-ingar í tíunda sæti með tveimur stigum meira en Vestri en það gekk ekki alveg nægilega vel eftir skiptingu og var fall niðurstaðan. Svekkjandi fyrir HK-inga að stoppa svona stutt, en svona er þetta. Það hafa orðið töluvert miklar breytingar hjá HK-ingum í vetur og verður athyglisvert að sjá hvernig þær ganga upp. Stærst er það auðvitað að Ómar Ingi Guðmundsson er ekki lengur þjálfari og Leifur Andri Leifsson er búinn að leggja skóna á hilluna. Þarna fara tveir menn með mikil HK-hjörtu og þurfa aðrir að stíga upp í staðinn.
Þjálfarinn: Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari HK eftir að Ómar Ingi ákvað að hætta. Hemma þekkja allir íslenskir fótboltaunnendur en hann var á sínum tíma einn af okkar bestu fótboltamönnum. Hann var sterkur varnarmaður sem spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni og auðvitað með íslenska landsliðinu. Hemmi hefur síðustu ár þjálfað hin ýmsu lið en hann var síðast með sitt uppeldisfélag, ÍBV, og kom hann þeim upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Þeir enduðu í efsta sæti. Hann hætti með ÍBV eftir tímabilið af fjölskylduástæðum og stökk HK á tækifærið að ráða þennan grjótharða þjálfara.
Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt vonbrigði í Kórnum að fara ekki beint upp
„HK-ingar eru að koma niður úr Bestu deildinni og mig grunar að það yrðu létt vonbrigði í Kórnum að fara ekki beint upp. Hemmi Hreiðars keyrir upp ákveðna geðveiki eins og honum einum er lagið og það verður erfitt að spila við HK og þá sérstaklega að mæta í Kórinn í 18°c og sól í júlí."
„HK hefur misst sterka leikmenn og karaktera en þó haldið Arnþóri Ara, Arnari Frey og fleiri lykilmönnum, það er uppbygging í gangi í Kórnum og gæti það tekið fleiri tímabil en þetta sem er að byrja."
„HK á að geta með góðu móti sett pressu á efstu sætin en allt neðar en þriðja sæti væru stór og mikil vonbrigði fyrir Bláfjallarbúa."
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.
Lykilmenn: Arnþór Ari Atlason og Ívar Örn Jónsson
Arnþór Ari er einn af mikilvægustu mönnum HK liðsins sem þarf að eiga gott sumar ef HK-ingar ætla aftur upp í Bestu deildina. Hefur reynst HK-ingum mjög drjúgur og er klárlega einn af betri leikmönnum deildarinnar. Ívar Örn hefur sömuleiðis reynst HK-liðinu mjög góður og er einn af leiðtogunum í hópnum. Ívar er skemmtilegur leikmaður og einn af betri varnarmönnum deildarinnar.
Gaman að fylgjast með: Birnir Breki Burknason
Var einn af ljósari punktum HK á síðasta tímabili. Er búin að spila sig inn í U19 ára landslið Íslands og verður áhugavert að sjá hann fá enn stærra hlutverk hjá HK í ár. Það var virkilega sterkt hjá HK að halda í hann en það var áhugi á honum frá liðum í Bestu eftir flotta frammistöðu á síðasta tímabili. Það er búist við miklu frá þessum strák í sumar og stuðningsmenn í efri byggðum Kópavogs vonast til að sjá hann springa enn frekar út.
Komnir:
Þorsteinn Aron Antonsson keyptur frá Val (var á láni)
Aron Kristófer Lárusson frá Þór
Jóhann Þór Arnarsson frá Þrótti V.
Dagur Orri Garðarsson á láni frá Stjörnunni (var á láni hjá KFG)
Rúrik Gunnarsson frá KR
Dagur Ingi Axelsson frá Fjölni
Haukur Leifur Eiríksson frá Þrótti Vogum
Eiður Atli Rúnarsson frá ÍBV (var á láni)
Ólafur Örn Ásgeirsson frá Völsungi (var á láni)
Farnir:
Leifur Andri Leifsson hættur
Atli Þór Jónasson til Víkings R.
Dagur Örn Fjeldsted í Breiðablik (var á láni)
Eiður Gauti Sæbjörnsson í KR
Birkir Valur Jónsson í FH
Atli Hrafn Andrason í KR
Christoffer Petersen til Kolding
George Nunn til Írlands
Samningslausir:
Tareq Shihab (2001)
Stefán Stefánsson (2004)

Fyrstu þrír leikir HK:
2. maí, Þór - HK (Boginn)
9. maí, HK - ÍR (Kórinn)
16. maí, Leiknir R. - HK (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir