Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 11:40
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Þorskurinn númer eitt og svo kemur Bodö/Glimt
Mynd: EPA
Allir 55 þúsund íbúar Bodö geta rúmast fyrir á heimavelli Tottenham. Í kvöld verður fyrri leikur Tottenham og norska liðsins Bodö/Glimt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Bodö/Glimt varð norskur meistari í fyrsta sinn 2020 og þar hófst ótrúlegt velgengnisskeið og því er ekki lokið. Liðið sló ítalska stórliðið Lazio út í 8-liða úrslitum og er fyrsta norska liðið sem kemst í undanúrslit í Evrópukeppni.

Sjónvarpsmaðurinn Eli Mengem hjá Copa90 heimsótti þennan norska bæ og var viðstaddur heimaleikinn gegn Lazio. Hér að neðan má horfa á stórskemmtilegan heimildarþátt þar sem hann kynnir sér ævintýri norska liðsins og stemninguna í bænum.


Athugasemdir
banner