Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Arnþór Ari Atlason (HK)
Lengjudeildin
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
King Ingvi Sveinsson.
King Ingvi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Sá lék sér að manni.
Sá lék sér að manni.
Mynd: EPA
Er að koma helvíti sterkur inn núna.
Er að koma helvíti sterkur inn núna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Var óþolandi á vellinum.
Var óþolandi á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Freyr fengi boð í matarboð ásamt öðrum Hrafnistu leikmönnum liðsins.
Arnar Freyr fengi boð í matarboð ásamt öðrum Hrafnistu leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari er svo sannarlega mikill lykilmaður fyrir HK og hefur verið það síðustu árin. Arnþór Ari, sem er fæddur árið 1993, er uppalinn í Þrótti en hann spilaði einnig með Fram og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir HK árið 2019.

Alls hefur Arnþór Ari leikið 407 KSÍ-leiki og skorað í þeim 67 mörk en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Arnþór Ari Atlason

Gælunafn: Arnsi, Archie, Arncho, Dúri

Aldur: 31 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti leikurinn var leikur í 1.deild 2010 með Þrótti gegn Njarðvík sem við unnum 2-0. Minnistæðast er sennilega að þarna fékk maður að spila með King Ingva Sveins sem hafði bæði þjálfað mig í yngri flokkum í mörg ár ásamt því að hafa verið umsjónarkennari minn í grunnskóla í nokkur ár.

Uppáhalds drykkur: Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Saffran og Serrano eru alltaf solid

Uppáhalds tölvuleikur: Spila ekki nógu mikið en datt inn í CS:GO í Covid.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Maður á eitthvað já. Að vísu mikið hlegið af mér í sumum ákvörðunum, en ég tel mig vera með Diamond Hands, þannig ég mun hlægja að leikslokum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Last of Us eru að koma sterkir inn núna.

Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn í uppáhaldi þannig séð núna. En var harðasti Justin Timberlake maður landsins þegar ég var yngri, þannig ég er það sennilega ennþá.

Uppáhalds hlaðvarp: Doc og Þungavigtin

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Vísir.is og .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða, Steindi Jr. og Bolli Már Bjarnason berjast um þetta

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Minnum á þjónustu fyrir VJE11 á morgun kl. 10:00. Við erum að Skútuvogi 8

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristoffer Olson. Sá lék sér að manni.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að gera upp á milli þeirra. Margir frábærir þjálfarar sem maður hefur haft. Palli Einars, Bjarni Guðjóns, Addi Grétars gerðu mikið fyrir mig þegar maður í kringum tvítugsaldurinn. Svo voru Brynjar Björn og Viktor Bjarki gott teymi fyrstu árin í HK. Ómar Ingi og Raggi Sig líka frábærir. Svo er Hemmi að koma helvíti sterkur inn hjá okkur í HK núna.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Davíð Þór Viðarsson var óþolandi á vellinum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Allen Iverson og Beckham

Sætasti sigurinn: 4-3 rússíbaninn á Kópavogsvelli 2023 var helvíti sætur.

Mestu vonbrigðin: Falla í fyrra á markatölu og tap í bikarúrslitum í vítaspyrnukeppni 2018 með Breiðablik móti Stjörnunni

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fengi tvennutilboð. Högga og Viktor Örn upp í Kór

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: My G’s Karl Ágúst Karlsson og Birnir Breki deila þessu. Síðan er Atli Sveinsson leikmaður Þróttar nafn sem fólk skal leggja á minnið

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: They don’t make them like the used to að mínu mati. Allir þessi fallegu er retired. Þar ber hæst að nefna Didda(Sigurð Hrannar Björnsson) og Hafstein Briem. Annars Þorsteinn Aron helvíti myndarlegur og svo er Brynjar Snær reyndar með mjög falleg augu.

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Futsal leikmaðurinn Karen Rúnarsdóttir

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Hvorugt liðið fær stig ef leikur endar 0-0

Uppáhalds staður á Íslandi: Laugardalurinn er unplayable.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í 4-4 jafntefli móti Gróttu sumarið 2020. Við vorum einum fleiri frá 25. mínútu en lentum 4-2 undir en rétt náðum í jafntefli undir lok leiks og menn svona frekar pirraðir með úrslitin í klefa eftir leik þar sem við vorum einum fleiri nánast allan leikinn. En Diddi sem var markmaður liðsins í þessum leik kom þvílíkt jákvæður inn í klefa og hrósaði mönnum fyrir að ná stigi eftir að hafa verið 4-2 undir. Þá hafði hann ekki hugmynd um að við hefðum verið einum fleiri nánast allan leikinn.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki nema svipaða rútínu í næringu á leikdegi

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðallega með körfunni. Harður 76ers maður í NBA. Svo dettur maður inn í golfið inná milli

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Textílmennt (er það fag ennþá?)

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða fellow “Hrafnistu” leikmönnum liðsins: Atla Arnars, Ívari Erni og Arnari Frey. Þá er öruggt að það gæti eitthvað samtal átt sér stað. Maður er í ströggli með tungumálið sem yngri leikmenn liðsins tala þessa dagana því miður.

Bestur í klefanum og af hverju: Eiður Atli “Beasti” býður uppá stanslausa skemmtun alla daga

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: My G’s Kristján Snær Frosta og Tumi Þorvarsson væru glæsilegir í Love Island. Svo gætu þeir bræður Arnar Freyr og Dagur Ingi endurgert Svínasúpuna og Vaktaseríurnar leikandi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Söng- og danshæfileikar Rúriks Gunnarssonar komu þægilega á óvart. Þvílíkt talent!

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hvet alla til að mæta á leiki í sumar og taka þátt í koma liðinu aftur í Bestu deildina. Leikdagarnir eru oftast á föstudögum, ekki til betri leið til að kickstarta helginni með því að kíkja á völlinn!
Athugasemdir
banner