Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Treyjur Leyton Orient rokseljast - Kane hissa
Mynd: Getty Images
Það eru rúmar tvær vikur liðnar síðan Harry Kane ákvað að gerast styrktaraðili enska D-deildarfélagsins Leyton Orient.

Kane keypti auglýsinguna framan á treyjum liðsins og nýtti plássið til að birta þakkarkveðjur til heilbrigðisstarfsfólks á Englandi sem er að berjast við Covid-19.

Á þessum tveimur vikum hafa treyjusölur Leyton rokið upp úr öllu valdi og félagið búið að bæta sölurnar frá því í fyrra um 25%. Treyjan hefur verið pöntuð til rúmlega 30 landa, meðal annars Nýja-Sjálands, Mexíkó og Rússlands.

Hvorki Kane né félagið bjuggust við þessari gífurlegu aukningu í treyjusölum en 10% af treyjusölum rennur til góðgerðarstarfsemi.

„Í upphafi fannst okkur þetta spennandi og nýstárleg hugmynd en engan okkar óraði fyrir hversu stórt þetta gæti orðið. Fjöldinn af treyjum sem hefur selst af um allan heim sýnir hversu heimsvæddur knattspyrnuheimurinn er," sagði Kane við Sky Sports.

„Þetta hefur komið okkur skemmtilega á óvart. Vonandi halda treyjurnar áfram að rjúka út, ég er viss um að góðgerðarsamtökin munu nýta sín 10% vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner