Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. júlí 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney: Það var betra að tapa gegn Belgíu
Rooney komst nálægt því að leiða England í undanúrslitin á HM 2006.
Rooney komst nálægt því að leiða England í undanúrslitin á HM 2006.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hefur mikla trú á enska landsliðinu í ár og sér ekkert því til fyrirstöðu að liðið vinni heimsmeistaramótið.

England mætir Kólumbíu í 16-liða úrslitum. Hafi ljónin betur þar komast þau í 8-liða úrslit þar sem andstæðingarnir verða annað hvort Svíþjóð eða Sviss.

„Það eru nú þegar nokkur stórlið dottin úr leik. Þetta gæti vel verið árið sem enska landsliðið tekur titilinn með sér heim," sagði Rooney.

„Liðið er búið að spila vel hingað til og það er gaman að sjá alla þessa ungu leikmenn fá tækifæri. Það er mikil orka í liðinu, hápressa og skemmtilegur sóknarbolti. Þetta eru frábærir tímar fyrir enska landsliðið."

England var með Belgíu, Panama og Túnis í riðli. Eftir sigra í fyrstu tveimur leikjunum var varaliðinu teflt fram gegn Belgíu og tapaðist leikurinn 1-0.

Rooney telur tapið vera jákvætt fyrir möguleika enska landsliðsins, þar sem talsvert auðveldari andstæðingar séu framundan fyrir England heldur en Belgíu.

„Það vildi enginn vinna leikinn gegn Belgíu. Það var betra að tapa honum til að mæta auðveldari andstæðingum í útsláttarkeppninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner