Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem Tottenham fær sjö mörk á sig á heimavelli
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur tapaði rétt í þessu fyrir Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þetta var ekkert venjulegt tap, heldur fengu heimamenn sjö mörk á sig í leiknum. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði fjögur þeirra.

Sigur Bayern er sögulegur vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem erlent lið skorar sjö mörk á heimavelli Tottenham.

Tottenham hefur ekki farið sérlega vel af stað í Meistaradeildinni eftir að hafa hreppt silfurverðlaun í fyrra. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Olympiakos í fyrstu umferð og á næst leik við Rauðu stjörnuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner